Skilmálar Kauplands

Lögheimili og varnarþing er í Kópavogi.

Samkvæmt lögum nr. 46/2000.
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu
á hendur netverslun Kauplands ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til
meðferðar hjá íslenskum dómstólum. Við staðfestingu pöntunar á www.Kaupland.is skuldbinda viðskiptavinir sig til þess að samþykkja þessa skilamála.

Viðskiptaskilmálar

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu.

Verð

Allt verð í netversluninni er í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í netverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar samanber ákvæði þess efnis hér að framan.

Viðskiptaskilmálar

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu.

Verð

Allt verð í netversluninni er í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í netverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar samanber ákvæði þess efnis hér að framan.

Greiðslumöguleikar

Millifærsla

Þegar þú hefur móttekið pöntunarstaðfestingu frá Kauplandi, millifærir þú upphæðina inn á reikning vefverslunar og sendir staðfestingu á kaupland@kaupland.is.

Seljandi notar örugga greiðslugátt. Hægt er að greiða með kreditkortum frá Visa og Mastercard eða staðgreiða með debetkorti. Þegar greiðslan hefur borist fær viðskiptavinur tölvupóst með staðfestingu á pöntun.

Sending og kostnaður


Allar vörur eru sendar samdægurs. Vörur sem eru uppseldar eru merktar sem uppseldar eða fjarlægðar úr vefverslun.
Allar sendingar utan höfuðborgarsvæðisins eru sendar með Póstinum, og gildir gjaldskrá, sem og afhendingar- og flutningsskilmálar Póstsins um allar sendingar. Kaupland ehf ber enga ábyrgð á tjóni eða töfum í sendingu.

Skilaréttur

Viðskiptavinir hafa rétt á að skila vörum allt að 14 dögum eftir staðfestingu pöntunar að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
Að varan sé í fullkomnu lagi.
Að varan sé ónotuð.
Að varan sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum.
Verslun Kauplands metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef ofangreindum skilyrðum er áfátt. Endurgreiðsla eða inneignarnóta vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins, annar kostnaður svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda er á ábyrgð kaupanda.
Ef um galla er að ræða er nauðsynlegt að tilgreina hann strax við afhendingu á vörunni. Gölluð vara er endurgreidd ásamt sendingarkostnaði innan 14 daga eða annað eintak af vöru er sent til kaupanda honum að kostnaðarlausu.

Höfundaréttur

Allt efni á www.kaupland.is, texti, grafík, lógó og myndir, eru eign Kauplands ehf.